Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir námskeiði um kransagerð úr náttúrulegum efniviði fimmtudaginn 23. október. Er námskeiðið haldið að Elliðavatni í Heiðmörk, kl. 9:30-16:00.
Sýnikennsla verður í gerð kransa (haustkransa, jólakransa) með efni úr íslenskri náttúru og íslenskum skógum – könglakransar, grenikransar og greinakransar. Þátttakendur fá tækifæri til að binda sína eigin kransa og mega gjarnan koma með eitthvert efni með sér eins og greinar, köngla, mosa, hálmkransa og þess háttar. Einnig er gott að hafa með greinaklippur, skæri og vírklippur ef til eru, sem og límbyssu. Ef tími vinnst til verður sett í litlar jólakörfur, þannig að ef þátttakendur eiga litlar bastkörfur eða potta er um að gera að taka það með. Einnig er mælt með að hafa þunna hanska með, t.d. einnota.
Kennari: Steinar Björgvinsson skógfræðingur og blómaskreytir
Verð: 8.000 kr. Kaffi, bakkelsi og hádegisverður innifalið.
Hámaksfjöldi: 20 manns.
Upplýsingar og skráning fyrir 18. október:
Else Möller else.akur@ gmail.com GSM: 867-0527
f.h.Skrf. Rvk [email protected] GSM: 893-2655