Fréttir

Námskeið – Skreyttu þína eigin veislu

Skógræktarfélag Reykjavíkur og Endurmenntun LbhÍ vilja vekja athygli á opnu námskeiði á sviði blómaskreytinga sem haldið verður í húsnæði SE, Gamla sal, Elliðavatnsbæ í Heiðmörk þann 10. febrúar næstkomandi.

Skreyttu þína eigin veislu

Námskeiðið er opið öllum þeim sem vilja efla sig í gerð veisluskreytinga, hvort sem um er að ræða skírnarveislur, fermingar, brúðkaup, afmæli eða útskriftarveislur.

Á námskeiðinu mun Hjördís Reykdal margreyndur blómaskreytir kynna fyrir þátttakendum mismunandi útfærslur á einföldum skreytingum fyrir mismunandi veislur. Hjördís hefur margra ára reynslu við uppsetningu á veislum og býr því yfir reynslu sem nýst getur hverjum veisluhaldara afar vel. Á námskeiðinu mun hún koma inn á samspil lita og forma, ásamt því að leggja áherslu á að nýta vandlega þann efnivið sem við höfum.

image002Kennari: Hjördís Reykdal Jónsdóttir stundakennari við blómaskreytingarbraut LbhÍ.

Tími. Þri. 10. feb. 2009, kl. 19:30-22:30 í Reykjavík (4 kennslustundir)

Verð: 4.900kr.

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 1.200kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.

Skráningar: [email protected] (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér og skráning á námskeið er hér.

Einnig má skrá sig í síma 433 5000

Haft verður samband við þátttakendur nokkrum dögum áður en námskeið hefst og þeir beðnir um staðfesta þátttöku. Eftir að námskeið hefst er greiðsluseðill sendur til greiðanda. Vinsamlegast athugið að ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið, en hefur ekki tilkynnt forföll með formlegum hætti til endurmenntunardeildar LBHÍ áður en námskeið hefst, eða hættir eftir að námskeið er hafið, þá mun LBHÍ innheimta 50% af námskeiðsgjaldi. Ef biðlisti er á námskeiðinu, mun námskeiðsgjaldið innheimt að fullu.

Hvanneyri – 311 Borgarnes – sími: 433 5000 fax: 433 5001 – netfang: [email protected]
Reykir – 801 Hveragerði, sími: 433 5303 fax 433 5309 – heimasíða: www.lbhi.is/namskeid