Bergsveinn Þórsson á Akureyri sendi okkur mynd af 5,35 metra hárri eik ásamt Jóni Hilmari Magnússyni eiganda sínum í garði við Hafnarstræti 63 og teljum við að þarna sé fundin næst-hæsta eik landsins. Í spjalli við Jón Hilmar kom fram að hann fékk akörn frá Hanover í Þýskalandi sem týnd voru í skógi skammt utan borgarinnar árið 1978, umræddu tré kom Jón Hilmar til í garði sínum með þessum góða árangri. Árið 1992 blómgaðist tréð og aldin mynduðust sem fóru forgörðum í fugla. Þess má geta að Hanover er á svipaðri breiddargráðu og Mið-England þaðan sem Hallormsstaðaeikin er upprunnin.
Næst-hæsta eik landsins
23 okt
2009