Fréttir

Mikill mannfjöldi í Heiðmörk um helgina

Um tvö  þúsund manns komu í Jólaskóg Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk um síðustu helgi, en hann er opinn tvær síðustu helgarnar fyrir jól.

hbirna_09

Samkvæmt hefð kom borgarstjóri ásamt fjölskyldu sinni á fyrsta opnunardegi og valdi sér tré þrátt fyrir rok og rigningu þann dag.  Á sunnudeginum var meiri straumur í Heiðmörkina enda veðrið betra, hlýtt og að mestu þurrt og náðu margar fjölskyldur að sækja  sitt eina og sanna jólatré  með aðstoð jólasveina á staðnum. Á eftir fengu allir kakó og piparkökur við varðeldinn í Hjalladal.

 

Margir lögðu einnig leið sína á Jólamarkaðinn á Elliðavatni sem opinn er fjórar helgar fyrir jól. Þar má líta úrval margskonar handverks, auk þess sem menningardagskrá er í gangi alla daga og að sjálfsögðu einnig tröpputré og úrval jólatrjáa úr skógum Skógræktarfélagsins á Hlaðinu við bæinn.

Hér er frásögn á vef Reykjavíkurborgar af ferð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og fjölskyldu í Hjalladal um helgina:

http://reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-757/521_read-18040/