Fréttir

Mikið fjölmenni og þrír hestar við Elliðavatn

2._helgi_10_-hestateyming

————————————————————————————————————–

Mikið fjölmenni var á Jólamarkaðnum  Elliðavatni í dag í fyrsta flokks vetrarveðri, björtu, stilltu og köldu. Nokkrir hundar komu í heimsókn með eigendum sínum og þrír hestar voru í hestaleigunni sem er í túninu skammt frá bænum. Hestagerðið er við hliðina á Rjóðrinu í uþb. 100 metra fjarlægð frá bílastæðinu við bæinn á Elliðavatni.

Í Rjóðrinu  er kveiktur varðeldur daglega og þar lesa rithöfundar upp úr nýjum bókum sínum í Barnastund og einnig koma jólasveinar í heimsókn þegar nær dregur jólum.