Fréttir

Maríuerlan er orpin í Heiðmörk

Varp fugla stendur nú sem hæst. Hreiðurstæði á óvenjulegum stöðum er árvisst fréttaefni  í fjölmiðlum  og mun nú heimasíðan  ekki láta sitt  eftir liggja, samanber þetta:

Maríuerla  verpir í poka í Heiðmörk!

Pokinn er hálffullur af afgangseldiviði í gámi  á umráðasvæði félagsins. Starfsmönnum félagsins er ekki kunnugt um að maríuerla hafi áður verpt í poka, hvorki í Heiðmörk né annarsstaðar. Þakskegg, holur í veggjum oþh. er eins og kunnugt er það venjulega. Tíðindamaður heimasíðunnar tók  myndina hér fyrir neðan þann 17. maí  og voru eggin þá fimm, daginn eftir voru þau orðin sex. Fuglinn var ekki á staðnum í það sinn og fer trúlega ekki að liggja á fyrr en hann er fullorpinn.

net-erlan_ma_11_003