Fréttir

Margar hendur vinna létt verk

Sumarvinnuflokkar Landsvirkjunar hafa verið að störfum í Heiðmörk nú í sumar eins og undan farin ár. Verkefni hópsins eru fjölbreytileg. Fyrri hluta sumars var unnið að gróðursetningum en auk þess sinnir hópurinn fjölbreyttum verkefnum eins og málningarvinnu, stígagerð, ruslatínslu, grasslætti og almennri umhriðu. Að þessu sinni vann hópurinn einnig í Esjuhlíðum þar sem vegpóstar voru málaðir, göngu- og hjólaleiðir stikaðar, gamlar göngubrýr fjarlægðar o.fl.

Það er Skógræktarfélagi Reykjavíkur ómetanlegt að fá til liðs við sig vinnukrafa ungs fólks. Samstarf við sumarvinnuhópa Landsvirkjunnar er með miklum ágætum og hlökkum við því til áframhaldandi samstarfs í framtíðinni.

Vegpóstarnir í Esjunni voru á meðal þeirra sem fengu málningaryfirferð frá sumarvinnuhópum Landsvirkjunar.

Auk vegpóstanna í Esjunni (sem ekki veitti af málningu!) voru allir vegpóstar í Heiðmörk málaðir – vel gert!!!

Megin gróðursetningarverkefni sumarsins voru að planta ösp í lúpinu en hér er verið að gróðursetja sitkagreni í svæðið sem brann síðastliðið vor en búið er að herfa.

Borð og bekkir fengu yfirhalningu hjá sumarvinnuhópum Landsvirkjunar. Borð í skýlinu við Helluvatn voru á meðal þeirra sem voru máluð.