Fréttir

Ljósmyndar náttúru Heiðmerkur og annarra skóga á Íslandi

Nú síðsumars fengum við góðan gest í Heiðmörk — bandaríska ljósmyndarann Tanya Marcuse. Meginþema í ljósmyndum hennar er náttúra sem ógn steðjar að og goðsögulegar víddir í landslagi. Á Íslandi hyggst hún vinna myndir tengdar von, og ljósmynda á stöðum þar sem verið er að græða upp og rækta skóga.

Marcuse kom til okkar í Heiðmörk fyrir fáeinum dögum. Hún hyggst einnig ljósmynda á fleiri stöðum á landinu. Svo sem í Hallormsstaðaskógi, þar sem finna má afar gömul birkitré, sem þar eru kallaðar eikur. Þá hyggst hún skoða villta birkiskóga í Þórsmörk og víðar, og blæösp í Grundarreit.

Verk Marcuse eru í eigu safna á borð við Metropolitan Museum og National Gallery of Art í Washington. Þá hefur hún gefið út fjölda bóka. Sjá heimasíðuna tanyamarcuse.com.

 

Ljósmynd: Tanya Marcuse.
Ljósmynd: Tanya Marcuse.
Ljósmynd: Tanya Marcuse.
Ljósmynd: Tanya Marcuse.