Hilmar Örn Hilmarsson Allsherjargoði og Egill Baldursson, meðstjórnandi í Lögréttu, æðsta ráði Ásatrúarfélagsins, vitjuðu nýlega um reit félagsins á Þingnesi, en á Þingnesi er talinn vera elsti þingstaður Íslendinga. Er því vel við hæfi að ásatrúarmenn stundi skógrækt í hlíðinni ofan við nesið. Á myndinni má sjá þá félaga standa við „Ask Yggdrasils“, sem dafnar mjög vel þar í hlíðinni.
Lífsins tré á Þingnesi
14 mar
2013