HEIÐMÖRK
Grisjað var meðfram stígnum skóginum nærri aðsöðunni í vikunni. Töluvert af viði féll við það sem svo aftur var notaður í eldivið.
Jónas býr til skúlptúr úr krækklóttri furu.
Þarna stendur hann og klappar Dísu (hundurinn) við eldflaugatré. Sævar og Jónas að störfum.
MÚLASTAÐIR
Búið er að malbera alveg heima frá húsum út á tún og komið ræsi þar í. Einnig var hamast við aðra minniháttar slóðagerð og eitthvað um gróðursetningu,
Svo er dreift úr hlassinu á grófjafnaða slóðina
Þá er unnið við að koma ræsinu niður. (7 x 1,5m steypurör 40 cm í þvermál)
…sett möl meðfram rörinu.
… torf við hvorn enda rörsins til að jarðvegur skolist ekki yfir endana.
Hér má svo sjá rörið við efri endann, það virðist virka. Svo er búið að slétta yfir allt ræsið og hægt að leggja á möl.
Við Eyrarveg voru sett þrjú malarhlöss. Það er tenginn inn í asparskóg. Hér kennir ýmissa grasa. Hrymur, Evrópulerki, Reynir, Strandavíðir, Fura, Greni og svo Asparklónarnir Súlan, Brekkan, Hallormsstaður og Keisari.