Fréttir

Lesið í skóginn – tálgað í tré

Skógræktarfélag Reykjavíkur á Elliðavatni, Endurmenntunarskólinn og Endurmenntun LbhÍ standa að námskeiðinu. Þátttakendur kynnast tálgunartækni og ferskum viðarnytjum. Hönnun grænna viðarnytja, þurrkun og fullvinnslu smíðisgripa, viðarfræði, skógarvistfræði, skógarhirðu og -grisjun. Hámarksfjöldi þátttakenda er 15 manns.

Komið og lærið að gera skemmtilegar og gagnlegar jólagjafir í kreppunni.

Kennari: Ólafur Oddsson höfundur bókarinnar Lesið í skóginn – tálgað í tré.
Tími: Fim. 9. okt. Kl. 18:00 – 21:00, lau. 11. okt. Kl. 9:30 – 14:30 og fim. 16. okt. kl. 18:00 – 21:00, alls 17 kennslustundir
Námskeiðsgjald: 15.000 kr.
Staðsetning: Skógræktarfélag Reykjavíkur Elliðavatni í Heiðmörk.

Skráning fer fram á www.tskoli.is og nánari upplýsingar fást í s. 514 9000 eða 5641770.