Fréttir

Kraftmikil vika

Það er alveg hreint magnað að sjá hvað margar hendur geta unnið mögnuð verk. Mannafli frá Veitum og Landsvirkjun kom til liðs í vikunni sem munar nú aldeilis um. Stórfenglegt fólk og duglegt. Gróðursetning er hafin í Esjuhlíðum og miðar þeirri vinnu vel. Á Múlastöðum stendur yfir gróðursetning, framkvændir standa enn yfir í íbúðarhúsinu. Í Heiðmörk er glatt á hjalla. Hér á eftir verða nokkrar myndir sem teknar hafa verið á vetvangi.

 

Skemma_02062016HGS (9) Plöntur klárar til flutnings

Skemma_Hrafnhildur og Valur_02062016HGS (1) Hrafnhildur og Valur vinna við pökkun eldiviðar

Skemma_Daníel, Hákon og Gústaf 02062016HGS (6) Daníel sagar eldivið og Gústi og Hákon garfast á bakvið tjöldin

Sævar flytur ruslaskjól_02062016HGS (3) Sævar flutti sorptunnu til betri vegar

Múlastaðir_03062016HGS (2) Fluttar voru sjálfsánar plöntur af malarplaninu við Skemmuna í Heiðmörk og þær gróðursettar á vísum stað á Múlastöðum í Flókadal. Þetta voru 2 stafafurur, 9 sitkagreni og svo var bætt við 9 reyniplöntum, svona til skrauts. Þarna má sjá Dísu (hundur) passa upp á eina plöntuna og íbúðarhúsið í bakgrunni.

Múlastaðir_03062016HGS (6) Á þessari mynd má sjá staðsetningu Heiðmerkurplantnanna betur, en þær eru staðsettar skammt frá vegi í laut sem er fyrir miðri mynd.