Esjufréttir

Keppt á nýjum fjallahjólastígum í Esjuhlíðum

Laugardaginn 3. október kl 11:00 verður fjallahjólakeppni haldinn í fyrsta sinn í Esjuhlíðum. Keppnin fer að mestu fram á Kollafjarðarfjarðarsvæðinu neðan Gunnlaugsskarðs en þar hefur síðustu misseri verið unnið að þróun sérstakra fjallahjólaleiða auk hefðbundinna gönguleiða.

Keppnin er liður í mótaröð Hjólreiðasambands Íslands og skipulögð af hjólafélaginu Tindi í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur sem hefur umsjón með útivistarsvæðinu í Esjuhlíðum. Vegna keppninnar verður hluti af eystri leiðinni frá efstu brú á Mógilsá að Steini lokaður um tíma. Vestari leiðin við Einarsmýri verður opin og er göngufólki vinsamlegast bent á hana, á meðan á lokununni stendur. Kort af svæðinu má nálgast hér.

Nánar má lesa um keppnina á vef Hjólreiðasambands Íslands.

Mynd: Jón Haukur Steingrímsson.