Árni Einarsson fuglaáhugamaður hefur nú í tvígang séð keldusvín á bökkum Elliðavatns, nánar tiltekið við læk einn sem rennur í vatnið að austanverðu. Sem kunnugt er hefur alveg tekið fyrir varp keldusvíns á seinni árum hér á landi og tengja menn það bæði þverrandi votlendi og lifnaðarháttum minksins. Stöku sinnum koma þó flækingar til landsins og er keldusvínið í Heiðmörk líklega einn af þeim.
Keldusvín í Heiðmörk
01 nóv
2010