Komum saman í náttúrunni til að efla og næra andann og veita hvort öðru stuðning.
Kristbjörg Kristmundsdóttir, blómadropaþerapistar og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa opið hús í Gamla salnum á Elliðavatni og bjóða í kærleiksgöngu í Heiðmörk sunnudaginn 12. október kl 14.00 og aftur kl 16.00 sama dag. Það verður stoppað á ýmum stöðum til að njóta náttúrunnar, gera jóga og hugleiða. Einnig verður Barnastund við eldinn í Rjóðrinu klukkan 15.00
Einnig bjóða blómadropaþerapistar upp á fría blöndun íslenskra blómadropa. Þeir hjálpa okkur að stíga út úr áföllum og erfiðum tilfinningum eins og vonleysi, skömm, ótta, kvíða og ásökunum. Blómadroparnir hjálpa okkur að halda ró okkar, sættast við það sem komið er, fyrirgefa, finna gleðina og húmorinn og sjá nýjar leiðir og ný tækifæri í stöðunni í dag. Droparnir eru gjöf framleiðanda.
Allir eru velkomnir. Vinsamlegast skráið ykkur í blómadropa blöndun í síma 861 1373.
Megi þetta framlag verða öllum til heilla
Kristbjörg Kristmundsdóttir, blómadropaþerapistar og Skógræktarfélag Reykjavíkur.