Fyrsti snjórinn féll í Heiðmörk 2. október. Þann dag var haldinn undirbúningsfundur fyrir komandi jólavertíð Skógræktarfélagsins, því ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Var mikill hugur í starfsfólki félagsins að efla starfsemina og gera enn betur en undanfarin ár.
Samkvæmt hefð verður fólki gefinn kostur á að sækja sér tré í Jólaskóginn í Hjalladal og einnig verður opinn Jólamarkaður og Hlaðsala á Elliðavatni, en sú nýbreytni þótti takast mjög vel í fyrra. Ýmsar nýjungar eru í skoðun og verða þær kynntar þegar nær dregur.
Á meðfylgjandi mynd sést yfir Jólaskóginn í Hjalladal og er falleg vetrarstemmning í Heiðmörk núna, þó enn sé sumar samkvæmt dagatalinu.
Jólaundirbúningurinn er hafinn í Heiðmörk
03 okt
2008