Fréttir

Jólatrjáasalan Kauptúni Garðabæ, gegnt Ikea

Skógræktarfélagið hefur nýlega opnað glæsilega, rúmgóða og bjarta trjásölu í Kauptúni 3 í Garðabæ, nánar tiltekið við hliðina á Bónus gegnt Ikea. Þarna er að finna mjög fjölbreytt úrval jólatrjáa -að sjálfsögðu eingöngu íslenskra-á góðu verði, auk þess sem hægt er að versla þar eldivið og tröpputré í úrvali.

Fyrir þá sem ekki komast í Heiðmörkina er upplagt að sækja sitt tré í Kauptúnið!

Opnunartími virka daga klukkan 15-21 og um helgar klukkan 10-21.

aug_skilti_jlatrjasalan_kauptni_14_des_10