Fréttir

Jólaskógurinn opnar um næstu helgi

hjalladalur_jli_ofl_08

Jólaskógurinn vinsæli í Hjalladal verður opinn næstu tvær helgar klukkan 11-16 eða meðan bjart er. Fólk getur komið, fengið lánaðar sagir og valið tré sem hentar, eitt verð er á trjánum óháð stærð: 4.900 krónur eins og undanfarin ár. Jólasveinar verða til aðstoðar, varðeldur logar, kakó og piparkökur handa öllum. Sannkölluð jólastemmning í Hjalladal!

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kemur ásamt fjölskyldu og heggur tré í skóginum kl 12.30 laugardaginn  12. desember.