Á döfinni

Jólaskógur á Hólmsheiði 2019

Jólaskógur á Hólmsheiði sem við í Skógræktarfélagi Reykjavíkur höldum utan um opnar á laugardaginn 7.desember og er opinn frá 11-16:00 næstu aðventuhelgar. Verið öll hjartanlega velkomin að koma í skóginn og höggva ykkar eigið tré að eigin vali. Fullkominn ævintýradagur fyrir alla fjölskylduna. Jólakaffi og kakó er á staðnum og hægt að grilla sykurpúða yfir varðeldi. Þessir rauðklæddu hafa verið að láta sjá sig…..

 

Vegvísir og kort til að komast í Jólaskóg á Hólmsheiði

JÓLASKÓGUR VEGVÍSIR

Keyrt er inn í hringtorgið eftir Olísstöðina í Norðlingaholti og farið er úr því fyrst til vinstri ef keyrt er frá Reykjavík. Malarvegurinn keyrður áfram og áfram þar til vegur skiptist í tvennt, þá er vegurinn sem liggur til hægri valinn. Keyrt er áfram þar til vegurinn skiptist aftur og þá er tekin beygja til vinstri og keyrt þar til að Jólaskógurinn á Hólsmheiði tekur á móti gestum