Fréttir

Jólamarkaðurinn 2011: fimm ára afmæli

jolam

Erum í óða önn að bóka söluborð á Jólamarkaðnum Elliðavatni í Heiðmörk.

Hann hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna og verður nú haldinn fimmta árið í röð, fjórar helgar fyrir jólin. Auk sölu félagsins á jólatrjám, tröpputrjám og eldivið  eru eftirfarandi söluborð til leigu, -eingöngu íslenskt handverk:

12 söluborð í 6 jólahúsum á Hlaðinu.

8 söluborð í Gamla salnum.

6 söluborð í Kjallaranum undir skrifstofuhúsinu.

Eins og undanfarin ár verður kaffihús opið, tónlistamenn og rithöfundar mæta á staðinn og spákonur, jólasveinar og hestar gætu einnig birst þegar minnst varir.

 

Nánari upplýsingar og bókanir: [email protected]