Fréttir

JÓLAMARKAÐUR Í HEIÐMÖRK : FYRSTA HELGIN 25-26 NÓVEMBER

Fyrsta helgin : 25-26 nóvember
Opið frá klukkan 12:00 til 17:00

Skógræktarfélag Reykjavíkur selur sjálfbær og vistvæn jólatré og ýmsar vörur úr skóginum: eldiviður, greinabúnt og handverk.
Fyrir hvert keypt Jólatré eru 50 gróðursett sem stuðlar að uppbyggingu skógræktar í landinu.

Handverksmarkaður verður stútfullur af einstökum gjafavörum úr nátturulegum efnum og hágæða matvörum.
Jöklamús, Knotty Viking, Helena Kjartansdóttir, Ingunn Mjöll / Íslandsmjöll, Englar og List, Jóhann Grönlund, Ólöf S Arngrímsdóttir & Sigríður M. Kristjansdótttir, Sauðfjárbú Ytra-Hólmi, Gentle North, Blárún, Anton P. Gunnarsson, Íslensk Hollusta, Hraundís, Glit, Káti Fíllinn, Sígríður B. Valdimarsdóttir, Málmlist, Ashart, Björg Ragnarsdóttir.

Menningardagskrá
Laugardaginn 25 nóvember
12:00 Jólamarkaðstréið tendrað. Skreytt í ár af myndlistar- og tónlistarkonunni Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur
Kór Norðlingaskóla syngur jólalög á markaðstorgi
13:00 Þorvaldur Kristinsson les upp úr nýrri ævisögu um balletdansarann Helga Tómasson á Kaffistofunni
14:00 Barnastund í Rjóðrinu við varðeld. Jenny Kolsöe les valda kafla úr barnabókinni “Amma óþekka”
16:00 Ólöf Arnalds heldur tónleika á Kaffistofu

Sunnudagur 26 nóvember
13:00 Jón Gnarr les upp úr nýútkominni bók sinni “Þúsund kossar xxx Jóga” á Kaffistofunni
14:00 Barnastund í Rjóðrinu við varðeld. Bergrún Íris les upp úr nýútkominni barnabók sinni “Elstur í bekknum”
15:00 Marteinn Sindri heldur tónleika á Kaffistofu