Fréttir

Jólamarkaður í Heiðmörk: 9.-10.desember

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk er opin um helgar frá klukkan 12:00 til 17:00,

Jólaskógurinn á Hólmsheiði er opin 11:00 – 16:00. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um Jólaskóginn og leiðarlýsingu á staðinn.

Skógræktarfélag Reykjavíkur selur vistvæn og sjálfbær Jólatré. Fyrir hvert selt tré eru 50 stk gróðursett. Félagið selur einnig gott úrval af tröpputrjám, eldivið, greinabúnt og ýmsar handgerðar vörur úr skóginum.

Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur utan um handverksmarkað þar sem sérstök áhersla er lögð á einstakt handverk, unnið úr nátturlegum efnum og innlendri matargerð og snyrtivörum.
Fylgist með viðburðasíðu hverrar helgar fyrir sig á FB – Jólamarkaður í Heiðmörk, þar eru allar upplýsingar að finna um markaðsfólkið og vörurnar. Úrvalið er mismunandi eftir helgum, nýtt fólk, nýjar vörur hverja helgi.

Félagið rekur notalega kaffistofu þar sem lagt er upp úr því að verðlag sé hagstætt þannig að flest allir ættu að hafa ráð á að fá sér kakó eða kaffisopa og með því.

Menningardagskrá:
Laugardagur 9.desember
13:00 – Upplestur á Kaffistofu: Gerður Kristný les upp úr nýrri bók sinni sem nefnist “Smartís”
14:00 – Barnastund í Rjóðrinu við varðeld: Eva Rún Þorgeirsdóttir les upp úr barnabókinni “Lukka og hugmyndavélin”
15:30 – Tónleikar á Kaffistofu: Snorri Helgason spilar fyrir gesti

Sunnudagur 10.desember
13:00 – Upplestur á Kaffistofu: Friðgeir Einarsson les upp úr nýrri bók sinni “Formaður Húsfélagsins”
14:00 – Barnastund í Rjóðrinu við varðeld: Elfar Logi Hannesson les upp úr barnabókinni “Muggur- Saga af strák”
15:30 – Tónleikar á Kaffistofu: Teitur Magnússon spilar fyrir gesti