Fréttir

Jólamarkaður í Heiðmörk: 2-3 desember

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk er opin um helgar frá klukkan 12:00 til 17:00

Skógræktarfélag Reykjavíkur selur vistvæn og sjálfbær Jólatré. Fyrir hvert selt tré eru 50 stk gróðursett. Félagið selur einnig gott úrval af tröpputrjám, eldivið, greinabúnt og ýmsar handgerðar vörur úr skóginum.

Handverksmarkaður – Verður stútfullur af allskyns handgerðum vörum úr nátturlegum efnum og matvöru – beint frá býli.

Kaffistofa: Heitt á könnunni (kaffi & kakó) og ýmislegt með því.

Menningardagskrá:
Laugardagur 2. desember
13:00 Upplestur á Kaffistofu: Kristín Ómarsdóttir les upp úr ljóðabókinni “Kóngulær í sýningargluggum”
14:00 Barnastund í Rjóðrinu: Ævar Þór Benediktsson einnig þekktur sem Ævar vísindamaður les fyrir börnin við varðeld í skóginum
15:30 Tónleikar á Kaffistofu: Borgar Magnason spilar fyrir gesti

Sunnudagur 3. desember
13:00 Upplestur á Kaffistofu: Bergþóra Snæbjörnsdóttir les upp úr nýútkominni bók sinni “Flórida”
14:00 Barnastund í Rjóðrinu: Ingibjörg Valsdóttir les fyrir börnin upp úr bókinni “Pétur og Halla við hliðina – Fjöruferðin”
15:30 Tónleikar á Kaffistofu: Mikael Lind spilar fyrir gesti

23