Undanfarin ár hefur verið mikil og ljúf jólastemming hjá okkur á aðventunni, og það er ánægjulegt að sjá að heimsókn á jólamarkaðinn hefur fest sig í sessi sem aðventuhefð hjá mörgum fjölskyldum.Hugsjón Jólamarkaðsins er að stuðla að fjölskylduupplifun í vetrarparadís þar sem fólk kemur og nýtur tónlistar, upplesturs og barnastundar í skóginum. Gestir geta fundið fallegar vörur unnar úr nátturlegum efnum og innlenda matarhefð fyrir hátíðarnar á handverksmarkaðinum.
Markmið Skógræktarfélags Reykjavíkur er að auka vitund borgarbúa á möguleikum skógarmenningar allan ársins hring.Jólamarkaðurinn í Heiðmörk er opinn allar aðventuhelgar frá klukkan 12:00 til 17:00
Aðventuhelgar 2019
30.-1. desember
07-08. desember
14-15. desember
21-22. desember.
o Handverksmarkaður – Einstakt handverk unnið úr nátturlegum efnum sem og innlend matargerð og snyrtivörur. Fylgist með FB viðburðasíðu hverrar helgar fyrir sig, þar eru allar upplýsingar að finna um markaðsfólkið og vörurnar. Úrvalið er breytilegt og mismunandi eftir helgum.
o Viðamikil menningardagskrá er smíðuð bæði fyrir börn og fullorðna. Rithöfundar koma og lesa upp úr nýútgefnum bókum klukkan 13:00 og tónlistarmenn frá ýmsum áttum spila ljúfa tóna á kaffistofunni klukkan 15:30. Upplestur barnabóka hefst klukkan 14:00 við varðeld í útikennslustofu Skógræktarfélagsins sem nefnist Rjóðrið. Jólasveinar heilsa upp á börnin, fara í leiki og syngja.
o Jólatrjáasala Skógræktarfélags Reykjavíkur selur að sjálfsögðu íslensk jólatré af ýmsum gerðum. Þetta er sjálfbær og vistvæn ræktun og fyrir hvert keypt tré eru 50 gróðursett.
Verðskrá
JÓLATRÉ
Stafaura / Sitkagreni / Rauð-/blágreni
0-1 meter – 5000 kr
1-1,5 meter : 7000 kr
1,5-2 meter : 9000 kr
2-2,5 meter :12000 kr
2,5-3 meter :16000 kr
Annað
Eldiviður : 2500 kr
Greinabúnt: 1000 kr
Tröpputré 3000-5000 kr
JÓLASKÓGURINN Á HÓLMSHEIÐI
Jólaskógurinn á Hólmsheiði opnar 7.desember 2019 en þar er hægt að höggva sjálfur jólatré.
Skógarmannakaffi mun krauma allan liðlangan daginn og Jólaskógakaffivagninn selur kakó með rjóma, kökur og annað gotterí.
Aðventuhelgar 2019
30.-1.desember LOKAÐ
7-8. desember OPNUN
14-15. desember
21-22. desember
Opið frá 11:00-16:00.