Jólamarkaðurinn Elliðavatni verður nú haldinn í sjötta sinn og opnar laugardaginn 30. nóvember. Opið verður fjórar helgar fyrir jólin frá klukkan 11-16. Mjög góð aðsókn hefur verið á markaðinn undanfarin ár og fólk notið þess að fara upp í Heiðmörk og upplifa náttúruna og hina sérstöku jólastemmningu sem þar ríkir. Auk hefðbundinnar jólatrjáasölu Skógræktarfélagsins er fjöldi íslenskra handverksmanna með söluborð víðs vegar á markaðnum; markaðskaffihús er opið allan tímann, tónlistarfólk kemur fram með reglulegu millibili og rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum. Spákonur verða á staðnum og Íslenski hesturinn mætir.
Laugardagurinn 30.nóvember
Kl. 11.30 Skólakór Norðlingaskóla syngja nokkur jólalög undir stjórn
Oddnýjar Þorsteinsdóttur við undirspil Aðalbjargar Ellertsdóttur.
Kl.13.00 Sólveig Pálsdóttir les upp úr bók sinni Hinir réttlátu. Kaffistofan.
Kl. 13.00 Jólasveinn mætir og skemmtir krökkunum
Kl. 14.00 Hallveig Thorlacius les fyrir börnin upp úr bók sinni Augað. Rjóðrið.
K.l 14.00 Hörður Hauksson leikur á harmonikku. Hlaðið/kaffistofa.
K.l 14.15 Jólasveinninn mætir í rjóðrið þar sem sungin eru jólalög og farið
verður í leiki.
Kl. 11-16.00 Spákonan Eva spáir fyrir gestum
Sunnudagurinn 01.Desember
K.l 13.00 Einar Leif Nielsen les upp úr bók sinni Hvítir múrar borgarinnar.
Kaffistofan.
K.l 13.00 Jólasveinn mætir og skemmtir krökkunum.
K.l 14.00 Kristín Arngrímsdóttir les fyrir börnin upp úr bók sinni Mektarkötturinn
Matthías og orðastelpan. Rjóðrið.
K.l 14.00 Böðvar Magnússon leikur á harmonikku. Hlaðið/kaffistofa
K.l 14.15 Jólasveinninn mætir í rjóðrið. Sungin verða jólalög og farið í leiki.
K.l 11-16.00 Spákonan Ruth spáir fyrir gestum.