Íslandshótel hf. veitir tveggja milljón króna styrk til gróðursetningar og endurbóta á útivistar aðstöðu í Esjunni.
Íslandshótel hf. veittu Skógræktarfélagi Reykjavíkur tveggja milljóna króna styrk til að gróðursetja og bæta aðstöðu ferðafólks í Esjuhlíðum sem er eitt af vinsælustu útvistarsvæðum höfuðborgarsvæðisins.
Íslandshótel hf. veittu Skógræktarfélagi Reykjavíkur tveggja milljóna króna styrk til að gróðursetja og bæta aðstöðu ferðafólks í Esjuhlíðum í einu vinsælasta útvistarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Þúsundir manna fara upp á fjallið í viku hverri og leiðin upp á Þverfellshorn er einn fjölfarnasti göngustígur landsins.
Síðastliðinn áratug hefur Skógræktarfélag Reykjavíkur staðið fyrir umfangsmikilli gróðursetningu á um 400 þús. plöntum í um 130 ha lands í hlíðum Esju. Jafnframt hefur verið unnið átak í stígagerð, merkingum og kortagerð af svæðinu fyrir ferðafólk. Starf þetta er aðallega unnið í sjáfboðavinnu en jafnframt hafa fyrirtæki lagt fram vinnuframlag á svæðinu.
“Skógrækt hefur alltaf verið mér hugleikin og er það sönn ánægja að leggja tvær milljónir til styrktar málefninu.” segir Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela. “Okkur langaði til að leggja hönd á plóginn og bæta aðstöðu þeirra þúsunda ferðalanga sem leggja leið sína á Esjuna og þar með að fyrirbyggja að spjöll verði unnin á gróðri og jarðmyndunum og jafnframt að tryggja öryggi göngufólks með bættum göngustígum og bæta svæðið með gróðursetningu á trjám.”
Útivistarsvæðið í Esjuhlíðum nær yfir ríkisjarðirnar Kollafjörð og Mógilsá og er rekið af Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Engar fastar tekjur eru til rekstursins og uppbyggingar svæðisins og byggist hann því eingöngu á tekjum þeirra styrktaraðila sem vilja styðja málefnið.
“Styrkur Íslandshótela ehf er afar mikilvægur,” segir Þröstur Ólafsson. formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, “og kemur til góðra nota fyrir áframhaldandi uppbyggingu á útivistaraðstöðunni í Esjuhlíðum.”
Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela hf. og Þröstur Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur