Á döfinni, Fréttir

Hrekkjavaka í Heiðmörk 25. október

Ferðafélag barnanna stendur fyrir hrekkjavökusmiðju og draugagöngu í Heiðmörk, miðvikudaginn 25. október, í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur.

Mæting er klukkan 17 við Elliðavatnsbæinn. Fyrst verður búið til hryllilegt hrekkjavökuskraut á hrekkjavökusmiðjunni í draugasalnum. Eftir það verður haldið í draugagöngu sem lýkur við varðeld í Rjóðrinu.

Mikilvægt er að klæða sig vel, vera í góðum skóm og taka með gott nesti. Gert er ráð fyrir að dagskráin taki um tvo klukkutíma.

Fararstjórar eru Hrönn Vilhjálmsdóttir og Hörður Ingþór Harðarson.

Félagsfólk í Skógræktarfélagi Reykjavíkur og Ferðafélagi Íslands, og fjölskyldur, eru hjartanlega velkomin. Ekki þarf að skrá sig, heldur bara mæta á svæðið.