Fréttir

Hönnun úr íslenskum efniviði

Síðastliðið haust tók Skógræktarfélag Reykjavíkur þátt í samstarfi við Listaháskóla Íslands um kennslu í vöruhönnunaráföngum þar sem áhersla var lögð á að hanna úr íslenskum við. Nemendurnir voru kynntir fyrir þeim efnivið sem fellur til í skógum og aðferðum við að vinna hann og í kjölfarið hönnuðu þau muni úr við sem kom úr Heiðmörk.
Kennarar voru Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Dögg Guðmundsdóttir og Hafsteinn Júlíusson frá Listaháskóla Íslands, Ólafur Oddsson frá Skógrækt ríkisins og Gústaf Jarl Viðarsson og Sævar Hreiðarsson frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur.
Auk þess að hanna ýmsar vörur bjuggu nemendur til heimasíðu til kynningar á verkefninu – http://www.rendezwood.com/. Hefur það m.a. skilað sér í umfjöllun um verkefnið á heimasíðu Frame, eins virtasta hönnunartímarits Bretlands og á heimasíðu Domus , eins virtasta hönnunarblaðs  Ítalíu.