Skógarleikarnir slógu í gegn, væntanleg er úttekt á þeim hér innan skamms. Starfsemi hjá Skógræktarfélaginu hefur þó ekkert staðnað. Hér verið farið holt og bolt yfir þá sálma.
(myndin á forsíðu er Elliðavatnsbænum við sólsetur og stórmerkilegu “michelin-man”skýi.)
HEIÐMÖRK
Við bautasteina var snyrt og sagað. Þarna stendur Gústaf við einn þeirra.
Þarna er verið að flytja síðustu trjábolina frá Vífilsstaðahlíð. Það var gert fimmtudaginn 4. ágúst og nú er ekki arða eftir.
MÚLASTAÐIR- gróðursetning
Gróðursetning gekk frekar hægt á Múlastöðum. Við fengum þó aðstoð og þarna má sjá Joseph planta furu með góðum árangri.
Benjamín og Joseph báru svo flottu Hvítarbrúnna augum.
Hlynur hannaði auka pall á hjólið þannig að hægt var að ná 24 bökkum í einni ferð.
Gott var að koma mörgum bökkum á þennan áfangastað, en hann er svo til efst á landinu, við girðinguna.
MÚLASTAÐR- girðingar
Rafmagnsgirðingin kom upp fyrir nokkru og þarna má sjá fé fúlsa við rafmagninu.
Svo var farið í netagirðinguna. Þarna má sjá Benjamín við netarúllu.
Aðfarirnar voru stundum skrautlegar, þarna má sjá ofsalega flotta tækni til að strekkja á girðingunni með 6 hjólinu.
Svo þegar grafan kom til leiks var auðvelt að strekkja netið með henni og hún kom einnig að góðum notum við ýmsan gröft.
Þarna stendur Hlynur við girðinguna sem lokar af jörðina Eyri.
MÚLASTAÐIR, rotþró
Unnið var við að koma lögnum og rotþró. Er þarna ber að garði er mest vinnan búin og þarna er verið að moka yfir.
Mölin futt með vörubíl og svo flutt með lagni Sigga á Hellum í lagnaskurðinn.