Fréttir

Hleðslunámskeið á Elliðavatni

Nú stendur yfir hleðslunámskeið á Elliðavatni sem Skógræktarfélag Reykjavíkur og Endurmenntunarskóli Tækniskólans halda í sameiningu. Hlaðið er upp á gamla mátann úr torfi og grjóti en það eru meistari Guðjón Kristinsson og bróðir hans Benjamín Kristinsson Strandamenn sem leiðbeina og kenna. Mikill áhugi var á námskeiðinu, um 20 manns komust að og stefnt er að því að halda annað námskeið með hækkandi sól.

Kennt er tvo heila daga með tveggja vikna millibili og eru hóparnir að hlaða öskutunnuhús og torfsófa, hannaðan af Kolbrúnu Þóru Oddsdóttur landslagsarkítekt við Elliðavatnsbæinn sem væntanlega á eftir að vera bæjarprýði langt inn í framtíðina.

Sjá einnig heimasíðuna Sokkar og steinar

hleslunmskei

hleslunmskei_5