Fréttir

Hlaðsalan opin alla virka daga kl. 13-20

Vegna mikillar eftirspurnar á íslenskum jólatrjám höfum við ákveðið að hafa opna Hlaðsölu Jólamarkaðarins á Elliðvatni alla virka daga klukkan 13 – 20 fram að jólum.

Það er Kristján Bjarnason garðyrkjufræðingur sem sér um hlaðsöluna og gefur góð ráð um meðhöndlun jólatrjáa.

 

Einnig er í boði mikið úrval af tröpputrjám (útitré á fæti), greinum og alls kyns skreytingum úr skógarefni, svo sem skreyttum leiðisgreinum og krossum.

 

Verið velkomin, það er yndisleg jólastemning á Hlaðinu á Elliðavatnsbæ þar sem Jólamarkaðurinn er um helgar.