Fréttir

Helgi náttúrufræðingur heiðraður fyrir Sveppabókina

Skógræktarfélagið  fagnar sérstaklega útkomu Svepparitsins, sem er langþráð grundvallarrit um sveppi hér á landi og samgleðst Helga Hallgrímssyni náttúrufræðingi að þessu tilefni.

Blóðhófnir og Sveppabókin best

Gerður Kristný og Helgi Hallgrímsson hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, Gerður fyrir ljóðabókina Blóðhófnir úr tilnefningum í flokki fagurbókmennta og Helgi fyrir Sveppabókina – Íslenska sveppi og sveppafræði úr bókum í flokki fræðirita og bóka almenns efnis.Gerður sagði að sér þætti þetta alveg óskaplega hátíðlegt og skemmtilegt og sér finnist þetta mikill heiður. Hún segist hafa sótt efnivið bókarinnar í Eddukvæði. Hún yrki um goðsögu úr Eddukvæðum. Þar sé kvæði sem heiti Skírnismál sem segi frá því þegar Gerður Gymisdóttir, jötunmeyjan, sé bara á vappi í jötunheimum og Skírnir sé sendur yfir til jötunheima að sækja hana fyrir Frey. Freyr borgi fyrir með hestinum sínum og sverðinu sínu og því deyi hann í ragnarökum. Hann fórni þarna sjálfu lífinu fyrir ástina.
Helgi Hallgrímsson, sem hlaut bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Hann segist taka við verðlaununum fyrir hönd Sveppabókarinnar en ekki fyrir sjálfan sig og alla þá sem komið hafi við sögu við gerð hennar. Það sé fjöldi manns, í fortíð og nútíð.
Gerður og Helgi hljóta hvort um sig 750 þúsund krónur í verðlaun. Fimm bækur voru tilnefndar í hvorum flokki.


[email protected]