Starfsfólk Skógræktarfélags Reykjavíkur skrapp nýlega í fræðsluferð til starfsstöðvar Skógræktar ríkisins í Skorradal. Valdimar Reynisson, skógarvörður á Vesturlandi, tók á móti hópnum og fræddi gestina um starfsemina. Meðal annars skoðaði hópurinn nýja flettisög, fór í skógargöngu og skoðaði grisjun á Stálpastöðum.
Heimsókn í Skorradal
07 feb
2013