Starfsmenn félagsins fóru nýlega í stutta heimsókn til Oslóarborgar. Það var mjög fróðlegt að kynnast skóglendinu sem er allt umhverfis borgina, hvernig hugsað er um það, hvernig það gert sem aðgengilegast og skemmtilegast fyrir borgarbúa, og hvaða áskorunum félagar okkar í Noregi eru að glíma við. Ferðin var styrkt af norska sendiráinu og vorum við boðsgestir Oslomarka, sem heyrir undir Oslóborg.
Oslomarka er stórt grænt svæði umhverfis Oslo, einkum skóglendi. Svæðið er alls um 1700 ferkílómetrar, þar af 300 innan borgarmarka Oslóar. Til samanburðar er Heiðmörk um 32 ferkílómetrar (3200 ha) að stærð.
Um Oslomarka gilda sérstök lög sem samþykkt voru á Stórþinginu 2009. Lögunum er ætlað að tryggja að fólk hafi aðgang að svæði þar sem hægt er að stunda útivist og dvelja í náttúrunni. Og vernda ríka og fjölbreytta náttúru svæðisins. Í lögunum eru mörk Oslomarka skýrt skilgreind. Því er ekki hætta á að smátt og smátt sé gengið á þetta græna svæði líkt og svo oft vill verða.
![Oslo marka er hæðótt skóglendi umhverfis höfuðborgina um 300 ferkílómetrar eða 10 sinnum stærra en Heiðmörk](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/Oslo-marka-er-haedott-skoglendi-umhverfis-hofudborgina-um-300-ferkilometrar-eda-10-sinnum-staerra-en-Heidmork--1024x576.jpeg)
![fallegt á haustin og á veturna skíðasvæði og örugglega hægt að fara á skauta á vatninu](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/fallegt-a-haustin-og-a-veturna-skidasvaedi-og-orugglega-haegt-ad-fara-a-skauta-a-vatninu-1024x768.jpeg)
Vel var tekið á móti starfsfólki Skógræktarfélags Reykjavíkur. „Esben Kirk Hansen skógarvörður tók höfðinglega á móti okkur þar sem við fengum að skoða skrifstofurnar og síðan leiðsagði hann okkur inn í skóg Nordmarka í rökkri og þoku þar sem við gistum í ekta norskri Hytte. Vegna þessarar dulúðar sem sveipaði skóginn við fyrstu sýn var stórkostlegt að vakna næsta morgun og kíkja á útsýnið út um gluggan í Hyttunni. Hæðótt landslag klætt skógi við lítið vatn tók á móti okkur.“ – Þórveig.
![auðugt og fjölbreytilegt gróðurlendi](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/audugt-og-fjolbreytilegt-grodurlendi-576x1024.jpeg)
![Norskar hytter úti í skógi eru oft án vatns rafmagns eða hita það er þá einfaldara og minna rask en þarf oft að koma með vatn og svo er kynt með arineldi og kertaljós á kvöldin](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/Norskar-22hytter22-uti-i-skogi-eru-oft-an-vatns-rafmagns-eda-hita-thad-er-tha-einfaldara-og-minna-rask-en-tharf-oft-ad-koma-med-vatn-og-svo-er-kynt-med-arineldi-og-kertaljos-a-kvoldin-768x1024.jpeg)
![Hópurinn með Esben hjá Nordmarka sem tók vel á móti starfsmönnum félagsins](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/Hopurinn-med-Esben-hja-Nordmarka-sem-tok-vel-a-moti-starfsmonnum-felagsins-1024x768.jpeg)
![sími sími bók](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/simi-simi-bok-1024x576.jpeg)
![fallegt hús úr bjálkum](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/fallegt-hus-ur-bjalkum-768x1024.jpeg)
![Sævar var með það á hreinu hvernig maður á að klæða sig í norska skóginu ferðataskan var þó kannski ekki sú hentugasta](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/Saevar-var-med-thad-a-hreinu-hvernig-madur-a-ad-klaeda-sig-i-norska-skoginu-ferdataskan-var-tho-kannski-ekki-su-hentugasta-576x1024.jpeg)
Hópurinn skoðaði svo hvernig grisjun er sinnt með mismunandi hætti, í samræmi við áherslur í skóginum. Svo sem hvort áhersla er lögð á timburframleiðslu, útivistargildi eða líffræðilegan fjölbreytileika. Sérstakt leyfi getur þurft til að grisja í eldri hlutum skóganna. Í friðuðum reitum er grisjað með keðjusögð í stað stórvirkari vélar, og timbrið dregið út á hestum til að valda sem minnstu raski.
Farið var yfir helstu áskoranir vegna loftlagsbreytinga varðandi trjátegundir. Þurrkur hefur leikið sum grenitré illa og gert þau viðkvæm fyrir sveppi sem að dregur þau síðan til dauða. Því er nú reynt að gróðursetja grenitré í lágum en ekki á hæðum, þar sem hætt er við að ræturnar þorni upp.
Oslomarka er mikið útivistarsvæði, líkt og Heiðmörk. Því var fróðlegt að ræða við norsk starfssystkin um áskoranir mismunandi útivistarhópa og útivistarsvæða. Eitt vandamál könnuðumst við þó ekki við. Það er beitarálag vegna dádýra. Enda engin dádýr í Heiðmörk og svæðið verið friðað fyrir sauðfjárbeit frá því í lok árs 1948.
![víða eru svæði þar sem hægt er að setjast niður og kveikja varðeld](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/vida-eru-svaedi-thar-sem-haegt-er-ad-setjast-nidur-og-kveikja-vardeld-576x1024.jpeg)
![bálpanna og drumbar til að sitja á hvað þarf meir til útiveru í skóglendi að hausti](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/balpanna-og-drumbar-til-ad-sitja-a-hvad-tharf-meir-til-utiveru-i-skoglendi-ad-hausti-576x1024.jpeg)
Í Landbúnaðarháskólanum í Ási fræddi Andreas Brunner, okkur um fjölmargt sem tengist skógrækt og skógfræði. Meðal annars rannsóknir, hagsmunaárekstra, áskoranir vegna erlendra tegunda og ýmislegt fleira.
Í skóglendinu umhverfis Osló er auðvitað miklu meiri tegundafjölbreyttni en í Heiðmörk og aðstæður um margt aðrar. Nýlega vorum við til dæmis að grisja undir rafmagnslínum í Heiðmörk. Andreas sýndi okkur svæði sem hafði verið grisjað af sömu ástæðu. Og þar er nú verið að prófa að beita geitum á svæðinu, til að koma í veg fyrir að aftur vaxi upp hávaxin tré undir rafmagnslínunum. Þá sáum við fjölda flottra tegunda, svo sem reit með sýprustrjám. Og Andreas nefndi að vegna hlýnandi loftslags, gæti orðið mun meira um eik og beyki umhverfis Osló í framtíðinni.
Það var afar fróðlegt að ræða við Andreas og gagnlegt að spegla ýmis íslensk skógarmál í norsku samhengi. Við þökkum honum fyrir móttökurnar í Ási. Þá var veran í Oslomarka líka mjög gagnleg og eiga gestgjafar okkar þar bestu þakkir skyldar – þau Esben og samstarfsfólk hans, Knut Johansson og Lisa Näsholm.
![Andreas hjá Landbúnaðarháskólanum Ási sagði frá ýmsum áskorunum í skógrækt](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/Andreas-hja-Landbunadarhaskolanum-Asi-sagdi-fra-ymsum-askorunum-i-skograekt-576x1024.jpeg)
![skógarferð](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/skogarferd-768x1024.jpeg)
![gamlir skógar þar sem dauð gömul tré fá að grotna niður í friði búa yfir gríðarlegum líffræðilegum fjölbreytileika þar er oft að finna fjölmargar tegundir sveppa og skordýra auk plantna og fugla](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/gamlir-skogar-thar-sem-daud-gomul-tre-fa-ad-grotna-nidur-i-fridi-bua-yfir-gridarlegum-liffraedilegum-fjolbreytileika-thar-er-oft-ad-finna-fjolmargar-tegundir-sveppa-og-skordyra-auk-plantna-og-fugla-768x1024.jpeg)
![spurningaleikur í skóginum](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/spurningaleikur-i-skoginum-768x1024.jpeg)
Að lokum fórum við aðeins um Osló og komum við í Framtíðar bókasafninu — Future Library. Það er áhugavert verkefni listakonunnar Katie Peterson. Framtíðar bókasafnið er ræktaður skógur sem er að vaxa upp. Á hverju ári leggur rithöfundur bókasafninu til texta, sem verður geymdur, þar til bókasafnið er fullvaxið. 100 árum eftir gróðursetninguna, árið — 2114, verða allir 100 textarnir svo prentaðir á pappír sem verður unninn úr skóginum. Meðal höfunda sem hafa lagt bókasafninu til texta er Sjón.
Skógur Framtíðar bókasafnsins er í Nordmarka og skjölin geymd þarna í ljósunum í innsetningunni eins og sjá má á myndunum hér að neðan.
![fallegt úr timbri í Osló teitur i viðarvinnslunni kann að meta þetta](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/fellegt-ur-timbri-i-Oslo-teitur-i-vidarvinnslunni-kann-ad-meta-thetta-576x1024.jpeg)
![ljós og ljós viður](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/ljos-og-ljos-vidur-576x1024.jpeg)
![bygging 2](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/bygging-2-768x1024.jpeg)
![bygging](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/bygging-576x1024.jpeg)
![Þessi spíruðu ekki í gær](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/THessi-spirudu-ekki-i-gaer-1024x576.jpeg)
![Það er ekki síður mikið um trjágróður í miðborg Oslóar](https://heidmork.is/wp-content/uploads/2024/10/THad-er-ekki-sidur-mikid-um-trjagrodur-i-midborg-Osloar-e1729767304895-1024x694.jpeg)