Laugardaginn 28. september verður Heiðmerkurhlaupið í fimmta sinn.
Skráning fer fram á hlaup.is og þar má nálgast nánari upplýsingar um hlaupið. Skráningu lýkur klukkan 12 á hádegi, föstudaginn 27. september.
Boðið er upp á tvær vegalengdir: 12 km Ríkishring og 2,3 km skemmtiskokk. Eftir hlaupið er boðið upp á kakó og kaffi yfir varðeldi.
- Kl. 11:00. 12 km – Ríkishringur. Ræst frá Elliðavatnsbæ.
- Kl. 12:00. 2,2 km – Skemmtiskokk. Ræst frá Elliðavatnsbæ.
- Verðlaunaafhending fyrir fyrstu sætin og útdráttarverðlaun frá Fjallakofanum, að hlaupi loknu.
Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir hlaupinu í samvinnu við Náttúruhlaup og Fjallakofann. Með hlaupinu vill félagið bjóða fastagestum og nýjum áhugahlaupurum að kynnast stígakerfinu í Heiðmörk og njóta þess að hlaupa í faðmi skógarins. Heiðmerkurhlaupið var fyrst haldið 2020 í tilefni af því að 70 ára voru liðin frá því Heiðmörk var vígð. Útivistarsvæði á borð við Heiðmörk hafa mikil jákvæð áhrif á lýðheilsu og því tilvalið að fagna afmælinu með þessum hætti.
Við hvetjum alla velunnara svæðisins og þá sem áhuga hafa á að kynnast hlaupum í skóginum til að taka þátt í Heiðmerkurhlaupinu!
Keppnisgögn verða afhent í Fjallakofanum, Hallarmúla 2, fimmtudaginn 26. september kl. 10-18; föstudaginn 27. september kl. 10-18; og í Elliðavatnsbæ á keppnisdag frá kl. 9:30 – 10:30.