Fréttir

Hefur íslenskt tré náð 30 metra hæð?

Sitkagrenitré á Kirkjubæjarklaustri verður formlega útnefnt Tré ársins 2022 í dag. Tréð, sem var gróðursett árið 1949, hefur verið hæsta tré á Íslandi undanfarin ár. Það verður mælt að nýju í dag og líklega verður það fyrsta íslenska tréð til að mælast 30 metrar á hæð. Myndin hér að ofan er af sitkagrenitré í Heiðmörk.

Sitkagreni er stórvaxnasta grenitegundin hér á landi og eitt mikilvægasta skógartré landsins. Tegundin hefur þjónað umhverfi byggðar sérstaklega vel vegna vind-, salt- og frostþols. Þau hafa lagt sitt á vogarskálarnar við að ná niður vindi í byggð og skýla hverfum fyrir veðri vindum og margskonar mengun. Í Reykjavík má til að mynda nefna skjólbelti sitkagrenitrjáa við Miklubraut, bæði meðfram Klambratúni og milli þessarar miklu umferðargötu og íbúðarhúsa, allt frá Lönguhlíð að Kringlumýrarbraut. Í raun veita trén byggðinni í kringum sig mikila og verðmæta þjónustu, þar sem sitkagreni í þéttbýli dregur úr vindi, hreinsar svifryk og minnkar mengun.

Athöfnin fer fram vestan við Systrafoss. Ávörp flytta Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri. Hjónin Zbigniew Zuchowicz, skólastjóri Tónlistarskóla Skaftárhrepps, og Teresa Zuchowicz flytja tónlist.

Tré ársins er útnefnt af Skógræktarfélagi Íslands.