Fréttir

Haustgróðursetningar

Um þessar mundir standa yfir haustgróðursetningar Skógræktarfélags Reykjavíkur þar sem ráðgert er að planta 25.000 trjáplöntum. Á haustin hafa plönturnar lokið sumarvexti sínum en að honum loknum er rótarvöxtur trjágróðurs í hámarki. Gróðursetningar að hausti eru því góður kostur en þær má stunda frá lok ágúst og þar til jörð frýs eða snjór leggst yfir.

Ýmis fyrirtæki hafa gefið vinnu starfsmanna sinna til gróðursetninga á dagvinnutíma sem er félaginu ómetanlegt til að ná markmiðum sínum. Starfmenn fyrirækjanna koma þá í minni eða stærri hópum og gróðursetja í hálfan eða heilan dag. Sum fyrirtæki koma ár eftir ár en á meðal fyrirtækja sem lagt hafa sitt að mörkum nú í haust eru Íslenska gámafélagið, Bílaleiga Akureyrar, Fullbright, Össur, Ripple, Veðurstofa Íslands o.fl. Samstarf af þessu tagi er afskaplega gjöfult, fyrirtækin leggja fram sjálfboðavinnu til umhverfis- og loftlagsmála og Skógræktarfélagið fær aðstoð við það stóra verkefni sem haustgróðursetningar eru.

Gert er ráð fyrir að gróðursett verði út október og eru fyrirtæki sem hafa áhuga á samstarfi því hvött til að hafa samband í gegnum netfangið [email protected]

Trjáplöntur til haustgróðursetningar komnar í Heiðmörk með sérlegum plöntufluningarbíl.

Plöntuflutningakerra, geispur til gróðursetninga og gróðursetningarbelti fyrir plöntubakkana.

Sexhjól létta mjög vinnuna við flutning á plöntum en þau komast um gróðið land án þess að skilja eftir sig verksumerki.

Þetta er tilbreyting að gróðursetja. Starfsmaður Ripple sem nýlega vann við gróðursetningu í heilan dag. Það er stefna fyrirtæksins að leggja til vinnu við samfélagslega mikilvæg verkefni.