Fréttir

Haustgróðursetning hafin

MÚLASTAÐIR

Hamagangur við ýmis störf á Múlastöðum þessa vikuna.

Cille og Jonas í skóginum á Mógilsá_19082016HGS Sille og Jónas (danir dagsins) standa saman í skóginum á Mógilsá

Múlastaðir, smalað, Jónas í mynd _18082016HGS (4) Dagbjartur nágranni lagði hund á plóg þegar koma átti fé út úr girðingunni (aftur). Þarna má sjá Jónas ofar í brekkunni og fénu var smalað út um hliðið þarna neða á myndinni.

Múlastaðir, slóðagerð og gróðursetning _18082016HGS (3) Jónas og Sille hafast að við fyrstu haustgróðursetningarnar þetta haustið á meðan Hlynur gerir slóðir og er þeim innan handar.

Múlastaðir, gólfið í húsinu rykhreinsað, Cille og Jonas 17082016HGS (8) Gólfin í heimahúsinu var hreinsað ofsalega vel með skrúbb, vatni ogvatnsryksugu. Sami gólfflögurinn var alla jafna þrifinn amk 3 sinnum, ena er afraskruinn góður og gólfin hrein, loksins. Þarna eru Sille og Jonas á fullu.

Múlastaðir, slóðagerð_16082016HGS (2) Hlynur stendur í því um þessar mundir við gerð á ýmsum vegum sem liggja misjafnt við misjafnar aðstæður. Þarna er vinna við stofnveg sem munu liggja upp á múlann þegar honum verður lokið, en þetta er drjúgt verk.

Múlastaðir, slóðagerð_15082016HGS (11) Frá morgni til sólseturs er gjarnan unnið á Múlastöðum