Sú skemmtilega hefð hefur skapast hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur að borgarstjóri Reykjavíkur opnar Jólaskóginn í Heiðmörk með því að koma og höggva fyrsta tréð, rétt eins og borgarstjóri opnar Elliðaárnar með því að veiða fyrsta laxinn. Þetta er táknrænt fyrir margra áratuga samstarf Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélags Reykjavíkur um verndun og uppgræðslu Heiðmerkur.
Þannig mun Hanna Birna Kristjánsdóttir mæta með fjölskyldu sinni næstkomandi laugardag 13. desember klukkan 11 og fella fyrsta tréð í Jólaskóginum í Hjalladal í Heiðmörk.
Það er að venju góð stemning í Jólaskóginum og mikið um að vera. Jólasveinar taka lagið með krökkunum og aðstaoða á alla lund, vareldur logar og skógarmenn bjóða upp á kakó og piparkökur.
Verið velkomin í Jólaskóginn, fáið sög lánaða hjá skógarmönnum og höggvið ykkar eigið jólatré.
Jólarén kosta 4900 krónur, óháð stærð, en það er sama verð og í fyrra.
Jólaskógurinn er opinn 13-14 desember og 20-21 desember kl. 11 – 16