Fréttir

Gunnarshátíð á sunnudaginn

gf

Gunnarshátíð í Haukadal Í tilefni þess að Gunnar Freysteinsson skógfræðingur hefði orðið fertugur í ár boða Skógfræðingafélag Íslands og vinir og vandamenn til Gunnarshátíðar í Haukadal sunnudaginn 27. júní, en Gunnar lést af slysförum árið 1998. Allir velkomnir. Dagskrá:Kl. 11:00 Vinna og skemmtunSafnast saman. Gróðursetning og umhirða í Gunnarslundi. Kl. 13:00 Bara skemmtun Setning og ávarp: Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður Skógfræðingafélags Íslands. Hugvekja sjera Sigvalda Ásgeirssonar skógarprests Skógarleikar (fyrir alla aldurshópa) Samkomuslit: Ragnhildur Freysteinsdóttir Tónlist:                        Nikulás Magnússon, harmonikka.                        Jón Ásgeir Jónsson, gítar. Gestir eru beðnir um að hafa með sér trjá/greinaklippur, skóflur og fötur, sem og það nesti sem þeir vilja, en ketilkaffi verður á hlóðum á staðnum. -Allir eru hvattir til að hafa með sér trjáplöntu, helst af fágætri tegund, hvort sem er barr-eða lauftré.  Fyrir þá sem ekki dunda sér við ræktun á slíku heima hjá sér má benda á Gróðrarstöðina Nátthaga í Ölfusi, þar sem finna má ýmsar áhugaverðar tegundir. Ef keypt er planta þar endilega láta skrá þar að þetta sé fyrir Gunnarshátíð, þar sem það auðveldar allar merkingar á trjánum síðar meir að hafa allar tilhlýðilegar upplýsingar frá gróðrarstöðinni, auk þess sem það tryggir 10% afslátt. Gróðrarstöðin opnar kl. 9 á sunnudagsmorgninum.