Fréttir

Gullkollurinn í Kollafirði

gullkollur_jl_09

Skógarkerfillinn er nú minna áberandi í Esjunni enda fræmyndun hafin á fullu hjá honum.  Gullkollurinn er aftur á móti víða áberandi í hlíðunum og ekki síður niður á Kollafjarðareyrum þar sem  haldnir  voru leikar á tímum Kolla landnámsmanns, en seinna grafnar út fiskeldistjarnir. Þar var meðfylgjandi mynd tekin á dögunum. Gullkollurinn er af ertublómaættinni og þar með frændi gullregnsins, lúpínunnar og fleiri merkisplanta.  Frekari upplýsingar:  http://www.floraislands.is/anthyvul.htm   Til gamans má geta að pínulítill fugl með sama nafni hefur verið að setjast að hér á landi á undanförnum árum og hefur meðal annars sést í Trjásafninu  á Mógilsá. Hér eru myndir af gullkollunum:  http://is.wiktionary.org/wiki/gullkollur