Esjufréttir

Grunnskólanemendur tíndu 5,5 milljón birkifræ í Esjuhlíðum

dreift_150_h_esja

Samstarfsverkefni Skógræktarfélagsins og grunnskóla Reykjavíkur um landgræðsluskógrækt í Esjuhlíðum er nú lokið.

Við fengum nemendur, foreldra og kennara úr 6 skólum til okkar samtals 338 manns. Starfsmaður félagsins tók á móti hópunum á bílastæðinu við Kollafjörð.

Fræ var tínt í birkiskóginum þar skammt fyrir ofan og síðan gengið áleiðis upp fjallið, upp fyrir skóginn, og fræjum dreift  á völdum  stöðum.

Við áætlum að hver og einn hafi tínt 77 grömm af birkifræi sem gera um 16.000 fræ/mann eða alls um 5.500.000 fræ!

Til samanburðar má geta þess að heildargróðursetning á Íslandi 2008 er um 5.000.000 tré.

 

Spírun og lifun birkifræsins er mjög misjöfn og fer eftir ýmsu, en þó við reiknum ekki með nema 20% lifun eru það 1.100.000 tré.

Það munar um minna í hinum beru og vindblásnu hlíðum Esjunnar!

 

Gróðursetningar í Esjuhlíðum eru styrktar af Toyotaumboðinu, Landgræðslusjóði og einnig Reykjavíkurborg, sem hluti af verkefninu Grænu skrefin.

Skógræktarfélagið kann  styrktaraðilum  og  þeim sem grunnskólum sem tóku  þátt í verkefninu bestu þakkir fyrir og vonast eftir áframhaldandi samstarfi á komandi árum.