Námskeiðið er í samvinnu við Endurmenntunarskóla Tækniskólans. Hér á síðunni má sjá hleðslur sem gerðar voru á síðasta námskeiði. Efri myndin er af myndarlegum torfsófa sem landslagsarkitektinn Kolbrún Þóra Oddsdóttir hannaði og sú neðri sýnir hleðsluvegg utan um sorptunnur.
Námskeiðið er opið öllum sem hafa áhuga á grjóthleðslum með fornri aðferð. Annars vegar hleðslur úr grjóti eingöngu og hins vegar úr grjóti og torfi. Þátttakendur fá leiðsögn um undirstöðuatriði við grjóthleðslur og verklega þjálfun.
Kennari: Guðjón Kristinsson skrúðgarðyrkjumeistari
Tími: 9. maí og 16. maí, alls 16 klst.
Námskeiðsgjald: 26.500 kr.
Staðsetning: Elliðavatn. .
Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá Endurmenntunarskólanum í s. 514 9601 og á [email protected]
Ath. Flest stéttarfélög greiða um 75 prósent af námskeiðakostnaði