Sól og blíða hefur verið vikuna og í þau fáu skipti sem vætan hefur látið á sér kræla fagnar fólk í vexti og er tilbúið að fara í regnstakkinn og vinna. Gróðursetningar hafa gengið yfir í Heiðmörk, Esju og smá á Múlastöðum.
Myndirnar hér að neðan eru af ýmsum störfum liðinnar viku.
HEIÐMÖRK
Skógarfurur eru ekki algeng sjón í Heiðmörk, en þarna, í miðjum greniliundinum má finna eina slíka. Gústaf stendur svo sína plikt við myndatöku og þið sem þekki til þá er Gústaf kannski ekki lágvaxnasta módelið og vart heppilegt þegar mynda á íslensk tré en hér gerir það ekkert til, þetta tré er það stórt.
Grisjun er eitthvað sem þarf alltaf að sinna, ekki bara í pólítík.
. Grisjun meðfram stígum er alveg tímabært. Næg verkefni þar.
Secret Solstice hátíðin er á næstunni, Þar verður eyrnakonfekt fyrir unnendur tónlistar. Sjón er þó sögu ríkari því Ílena hefur séð um að búa til frábært yfirbragð fyrir hátðinia. Hún er lagin að velja viðeigandi hráefni og kemur að þessu sinni töluvert úr okkar yndislegu skógum. Á myndinni er Jelena og Gústaf búin að hlaða setubekkjum og ýmsum öðru inn í sendibílinn.
Baki brotnu Sævar sagar / sæll er við að etja/ Flotta bogna boli lagar / bara viljum hvetja
Gústaf flettir góðum trjám / glaður við það dundar/ sagar alveg hátt að hnjám / á haus hann viðinn mundar
MÚLASTAÐIR- djörf furutilraun
Á Múlastöðum eru ávalt verkefni. Þarna hefur Hlynur sett út glannalega tilraun og hún er á versta mögulega stað til trjáræktar á Múlastöðum, nánar tiltekið á mel á utanverðri jörðinni. Hlynur hellti afklippum af stafafuru úr Daníelslundi ásamt könglum aðan. Magnið var tveir ruslapokar og dreifðust gróflega um 10 fermetra. Einnig hafði hann meðferðis einn poka af moltumold í von um að það hjálpaði mögulegum fræjum að búa sér bólstað.
Moltan á melinn með furugreinunum
Skarðsheiðinn í bakgrunni og Lundareykjadalur rétt fyrir ofan miðja mynd.
MÚLASTAÐIR- girt
Girðingarvinna stóð yfir á Múlastöðum. Þarna eru að verki Baldur frá Múlakoti og Daníel frá Sámsstöðum. Þarna vekja þeir upp á gamla girðingu sem var girt á síðustu öld og vart við haldið í 3 ár.
Fremst á myndinni má sjá lítil lerki sem gróðursett var árið áður. Það lifir.
Skurðurinn sem skilur að jörðina Eyri og Múlastaði er stór, svo vægt sé til orða tekið. ath, það er maður og sexhjól á myndinni, Þetta minnir á Miklagljúfur í USA