Fréttir

Gleðileg jól! 70 þúsund ný gróðursett tré

Skógræktarfélag Reykjavíkur þakkar félagsmönnum og velvildarfólki kærlega fyrir góðar viðtökur við Jólamarkaðnum í Heiðmörk, Jólaskóginum og jólatrjáasölunni á Lækjartorgi.

Á Jólamarkaðnum í Heiðmörk og í Jólaskóginum á Hólmsheiði var gestkvæmt og góð stemmning, þótt umgjörðin væri nokkuð öðruvísi en venjulega vegna covid. Þá var félagið með jólatrjáasölu á Lækjartorgi í miðbæ Reykjavíkur síðustu dagana fyrir jól. Viðtökur voru góðar og margir bæjarbúar sem komu við, nutu skógar-innblásinnar jólastemmningar og röltu jafnvel heim með jólatré.

Samkvæmt bráðabirgðartölum seldust yfir 1400 jólatré í Heiðmörk, í Jólaskóginum og á Lækjartorgi. Fyrir hvert selt jóltré, gróðursetur Skógræktarfélag Reykjavíkur 50 ný tré. Á komandi ári verða því að minnsta kosti 70 þúsund tré gróðursett, þökk sé þeim sem keyptu jólatré.

Á árinu sem er að líða var haldið upp á 70 ára afmæli Heiðmerkur, sem var formlega opnuð 25. júní 1950. Næsta ár markar önnur tímamót. Skógræktarfélag fagnar Reykjavíkur 120 ára afmæli árið 2021.

Takk fyrir stuðninginn á árinu. Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

 

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Reykjavíkur á Lækjartorgi. Mynd: Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir.

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Reykjavíkur á Lækjartorgi. Mynd: Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir.

Jólatrjáasala við Elliðavatnsbæinn. Mynd: Reykjavíkurborg.

Á jólamarkaðnum í Heiðmörk á aðventunni.