Garðahlynur við Laufásveg 49-51 var útnefnt borgartré ársins 2014 síðastliðinn föstudag og tókst með miklum ágætum. Íslenska auglýsingastofan sem þar er til húsa bauð upp á heitt kakó og jólaglögg, en þau sáu jafnframt um að útbúa skjöldinn fyrir útnefninguna sem er á garðveggnum framan við tréð. Útnefningin er samstarfsverkefni Reykjavíkur og Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Ljósin tendruð
Dagur borgarstjóri og dr. Sturla Friðriksson eigandi borgartrésins 2014 með garðahlyninn í baksýn
1 thoughts on “Garðahlynur við Sturluhallir Borgartréð 2014”
Comments are closed.