Fréttir

Fuglaganga á laugardag klukkan 10.00

Laugardaginn 30. maí stendur Skógræktarfélag Reykjavíkur fyrir fuglagöngu í Heiðmörk undir leiðsögn Einars Þorleifssonar náttúrufræðings. Farið verður frá Elliðavatnsbænum í Heiðmörk klukkan 10.00 og við fræðumst um farfugla jafnt sem staðfugla og ýmsa spennandi flækinga. Eftir gönguna sýnir Einar ýmsar gerðir af fuglahúsum og fræðir fólk hvernig laða megi fugla að í görðum. Reikna má með að atburðurinn taki um tvo tíma.
Gangan er ókeypis og öllum opin.

krossnefur08a_2