Tímamót í skógræktinni

Fyrsta sérhæfða útkeyrsluvél í skógi (skodare) á landinu var tekin í notkun í Heiðmörk í gær. Hingað til hefur verið notast við traktorsspil og traktorsvagna þegar trjábolir eru fluttir úr skógi. Útkeyrsluvélinni fylgir mikill vinnusparnaður auk þess sem hún fer vel með skógarbotn og er á ýmsan annan hátt umhverfisvæn. Hún er sænsk af gerðinni Alstor…

Lesa meira...

Keldusvín í Heiðmörk

Árni Einarsson fuglaáhugamaður hefur nú í tvígang séð keldusvín á bökkum Elliðavatns, nánar tiltekið við læk einn sem rennur í vatnið að austanverðu. Sem kunnugt er hefur alveg tekið fyrir varp keldusvíns á seinni árum hér á landi og tengja menn það bæði þverrandi votlendi og lifnaðarháttum minksins. Stöku sinnum koma þó flækingar til landsins og…

Lesa meira...

Jólamarkaður 2010

Nú styttist í Jólamarkaðinn á Elliðavatni, sem verður opnaður laugardaginn 27. nóvember og síðan opið allar helgar fram að jólum. Erum þessa dagana að bóka söluborð á markaðnum og hvetjum alla áhugasama hönnuði og handverksmenn til að hafa samband við félagið sem fyrst! Sími 8560058 og [email protected]

Dómur fallinn í Hæstarétti

Eftir nokkura ára deilur og síðan málaferli á milli Kópavogsbæjar og Skógræktarfélagsins hefur málið verið verið til lykta leitt og má segja að félagið megi vel við una. Hér er tengill á  heimasíðu Hæstaréttar þar sem dómurinn er birtur:

http://www.haestirettur.is/domar?nr=6911

 

Umfjöllun ríkisútvarpsins:

http://www.ruv.is/frett/kopavogur-greidir-baetur

Og mbl.is:

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/10/14/kopavogur_greidi_skograektarfelagi_baetur/

Vangaveltur Gísla Tryggvasonar um dóminn:

http://blog.eyjan.is/gislit/2010/10/15/hvert-tre-35-000-kr-virdi/

Ráðstefna: Þytur í laufi – Skógar og skjól í Esjuhlíðum

Ráðstefna til heiðurs Alexander Robertson verður haldinn í Esjustofu laugardaginn 18. september og hefst dagskrá kl. 12.30. Ráðstefnustjóri er Símon Þorleifsson.   Dagskrá: 12.00 Súpa 12.30 Esjuskógar Einar Gunnarsson, skógfræðingur, Skógræktarfélagi Íslands 12.45 Esjuvindar Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands 13.10 Stormar og stöðug tré Þorbergur Hjalti Jónsson, skógfræðingur, Mógilsá 13.30 Kaffihlé 13.45…

Lesa meira...

Nýtt deiliskipulag fyrir Heiðmörkina

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Heiðmörk ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu er nú aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar. Markmið með gerð deiliskipulagsins eru margþætt og eiga að tryggja samræmingu landnotkunar innan svæðisins til að forðast hagsmunaárekstra milli núverandi og framtíðar landnotkunar á svæðinu. Helstu markmið eru: Að afmarka og skilgreina svæði eftir nýtingu þeirra og/eða verndun þ.e.…

Lesa meira...

Sveppanámskeið laugardaginn 4. september

Sveppanámskeið  Skógræktarfélags Reykjavíkur verður í Heiðmörk laugardaginn 4. september  kl. 14. Eins og fyrir ári síðan verður leiðbeinandi Ása Margrét Ásgrímsdóttir, sveppaáhugakona og höfundur bókarinnar Matsveppir í náttúru Íslands. Ása Margrét leiðir áhugasama um kjörlendi sveppa í Heiðmörk og leiðbeinir við greiningu og tínslu. Áhugasömum náttúruunnendum gefst þarna kjörið tækifæri til að læra grunnatriðin í…

Lesa meira...

Er ösp hættuleg mannvirkjum í Reykjavík?

Af og til síðustu árin hefur því verið haldið fram að ösp sé hættuleg mannvirkjum. Í júlímánuði var viðtal við Sigurð Helga Guðjónsson, formann Húseigendafélagsins, í morgunútvarpi Rásar 2 og kom þar fram að rætur aspa skemmdu eða eyðilegðu gangstéttar, slitlag vega, lagnir og hús, auk þess sem öspin „trylltist“ við þegar hún færi að…

Lesa meira...

Borgartré 2010

Borgarstjóri kynnti val á Borgartré 2010 á Menningarnótt, en frumkvæði að þessu verkefni er komið frá Skógræktarfélaginu.   Tréð er af tegundinni silfurreynir (Sorbus intermedia) og er í Víkurgarði á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis.   Georg Schierbeck landlæknir gróðursetti tréð 1884 , en hann  fékk til umráða hinn gamla kirkjugarð Reykvíkinga sem þarna hafi staðið…

Lesa meira...