Mikið fjölmenni og þrír hestar við Elliðavatn

————————————————————————————————————– Mikið fjölmenni var á Jólamarkaðnum  Elliðavatni í dag í fyrsta flokks vetrarveðri, björtu, stilltu og köldu. Nokkrir hundar komu í heimsókn með eigendum sínum og þrír hestar voru í hestaleigunni sem er í túninu skammt frá bænum. Hestagerðið er við hliðina á Rjóðrinu í uþb. 100 metra fjarlægð frá bílastæðinu við bæinn á Elliðavatni. Í Rjóðrinu…

Lesa meira...

Dagskrá helgarinnar 4.-5. desember

Um helgina verður fjölbreytt menningardagskrá á Jólamarkaðnum. Á fjórða tug hönnuða og handverksfólks selja hágæða vörur. Íslensk jólatré til sölu og hin vinsælu tröpputré. Tónlistarfólkið í rokna stuði, barnastund við varðeldinn í Rjóðrinu. Rithöfundar lesa úr verkum sínum og svo verða menn að bregða sé á bak á skógarhestunum! Umfram allt komið og njótið stórbrotinnar…

Lesa meira...

Nikkurnar þandar á Hlaðinu

fnix_1._helgi_2010_027

Harmonikkuleikarar koma á hverju ári á Jólamarkaðinn og spila  fyrir gesti við miklar vinsældir. Hér birtist mynd af Smáranum sem spilaði úti á Hlaði á laugardaginn þrátt fyrir 10 stiga frost!

Barnakór úr Norðlingaskóla opnar Jólamarkaðinn

Barnakór úr Norðlingaskóla söng nokkur jólalög undir stjórn Þráins Árna tónmenntakennara við opnun markaðarins á laugardaginn. Við þökkum kórnum kærlega fyrir komuna og þá jólastemningu sem honum fylgdi.

barnakr_1._helgi_2010_005

Sjá líka:

http://www.nordlingaskoli.is/index.php?option=com_expose&Itemid=2&album=240&photo=5

Dagskrá helgarinnar á Jólamarkaðnum

Jólamarkaðurinn Elliðavatni Verið hjartanlega velkomin á opnun Jólamarkaðarins á laugardaginn klukkan 11 – 17. Fullt af fallegu íslensku handverki og glæsileg dagskrá alla helgina – kakó og vöfflur, harmónikkuleikur, rithöfundar lesa upp og Barnastundin á sínum stað í Rjóðrinu kl 14 við snarkandi eld! Nánar um dagskrána: Laugardagur 27. nóvember Klukkan  11.30 á Hlaðinu:  Barnakór…

Lesa meira...