Upp Kistufell -niður Gunnlaugsskarð

Þægileg gönguleið  á Kistufell í Esju (um 840 m ) er upp suðausturhornið, amk. í góðu veðri á sumrin. Leggja má af stað frá Norður-Gröf, með leyfi húsráðenda ef því er að skipta.  Á leiðinni er heilsað upp á Karlinn neðarlega í hlíðinni. Leiðin er ekki fjölfarin og óljós og ekki mælt með halarófu vegna…

Lesa meira...

Yrkja í Esju

Að undanförnu hafa nemendur úr grunnskólum borgarinnar gróðursett birkitré í Esju og er það hluti af Yrkjuverkefninu fyrir  milligöngu Skógræktarfélagsins. Myndin var tekin 30. ágúst síðastliðinn þegar nemendur úr Tjarnarskóla komu  og lögðu okkur lið  ásamt kennurunum Sirrý og Þóri.

tjarnarsk_yrkja_og_fundur__g_sept_11_002

Höfðinglegar móttökur í Tröð

tr_yrkja_og_fundur__g_sept_11_027

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn um helgina og tókst í alla staði vel. Einn áningarstaða fundargesta var trjálundurinn  Tröð við Hellissand. Á meðfylgjandi mynd sjást nokkir fundagesta slaka á í hinu klassíska skógarrjóðri. Þarna má greina amk. fjóra fulltrúa Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Esjudagurinn nálgast

Esjudagur Ferðafélags Íslands og Valitors  og Skógræktarfélagsins verður haldin sunnudaginn 28. ágúst næstkomandi. Boðið verður upp á gönguferðir upp Esjuna í fylgd fararstjóra frá FÍ. Ferðafélag barnanna býður öllum börnum í ókeypis gönguferð fyrstu búðir Esju.  Morgunganga, kvöldganga, skógarganga, kappganga, stafganga og fjölskylduganga í fylgd með fararstjórum FÍ og fleirum.  Ratleikur, lifandi tónlist og margt fleira. Nánari dagskrá: Kvöldganga laugardaginn…

Lesa meira...

Gljúfurdalshringurinn -skemmtileg gönguleið í Esju

Hér á síðunni má sjá lýsingar á nokkrum gönguleiðum í Esju og nú kemur ein í viðbót: Brattgengir borgarbúar sem vilja tilbreytingu frá hinni hefðbundnu gönguleið á Esjuna úr Kollafirði upp á Þverfellshorn –og sömu leið niður aftur,- geta sem best lagt á bílastæðinu austan við Esjuberg og gengið hinn svokallaða Gljúfurdalshring. Farið er með…

Lesa meira...

Athöfn í Hólavallagarði í morgun

Borgarstjóri  útnefndi Borgartré 2011 kl 11 í morgun. Það er ca 80 ára gamalt evrópulerki á leiði óþekktrar persónu í Hólavallagarði. Um 10 metrar á hæð, ummál stofns við jörðu um 2,5 metri og þvermál krónu um 15 metrar. Athöfnin hófst og endaði með flautuleik Áshildar Haraldsdóttur. Borgarstjóri  lýsti trénu og afhjúpaði upplýsingaskilti og  Þröstur…

Lesa meira...

Borgartré 2011

Borgarstjóri kynnir  Borgartré 2011 að morgni Menningarnætur laugardag 20. ágúst kl 11 í Hólavallagarði. Þetta er samstarfsverkefni Skógræktarfélagsins og Reykjavíkurborgar -og nú Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma.

Á undan og eftir leikur Áshildur Haraldsdóttir á flautu.

alauda_arvensis_2

Lævirkinn á myndinni hér fyrir ofan gefur til kynna hvaða trjátegund varð  fyrir valinu.

Nýbúar í Esjunni

esjublom_net

Það er ekki ofsögum sagt af frjóseminni í hlíðum Esjunnar.

Góðkunningi heimasíðunnar sendi myndina hér að ofan og var hún tekin  í dag skammt frá bílastæðinu við Kollafjörð. Mest áberandi eru rauðsmári, freyjubrá og fuglaertur, að okkur sýnist.

Sumarstarfið hjá Skógræktarfélaginu

1. Bærinn málaður í samstarfi eiganda, Orkuveitunnar, og Skógræktarfélagsins. 2. Gróðursetning í Heiðmörk. Landsvirkjunarhópur, Vinnuskólinn og atvinnuátak. 3. Almenn umhirða stíga og áningarstaða. Nýr gönguskíðastígur og Jólaskógastígur. Landsvirkjunarhópur, Vinnuskólinn og atvinnuátak. 4. Í Esju er atvinnuátakshópur að störfum við viðhald göngustíga og gróðursetningu trjáa. Þetta er það helsta sem er í gangi hjá félaginu og…

Lesa meira...

2. sumarstarfsmaður tekinn tali

Nafn:  Kristján Fenrir Sigurðarson. Aldur:  23. ára. Hvað gerir þú í vinnunni?  Mála, legg göngustíga og planta trjám. Hvernig líkar þér?  Mjög vel. Hvað má betur fara?  Vinnuskipulag mætti vera betra. Hvað er skemmtilegast?  Allt fínt. Hver er uppáhaldsmaturinn?  Lasagna og nautasteik (medium well) með piparsósu. Hver er uppáhaldsleikarinn?  Nicolas Cage. Ertu í námi?  Félagsfræðibraut…

Lesa meira...